Nýjast á Local Suðurnes

Seldu fasteignir fyrir tæpa tvo milljarða króna í ágúst

Innri - Njarðvík

Í ágúst var 31 samningi um eignir í fjölbýli, 40 samningum um eignir í sérbýli og 4 samningum um annars konar eignir var þinglýst á Reykjanesi.

Heildarveltan var 1.962 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,2 milljónir króna. Af þessum 75 voru 47 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 27 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan í Reykjanesbæ var 1.291 milljón króna og meðalupphæð á samning 27,5 milljónir króna.