Nýjast á Local Suðurnes

Fundu vel fyrir jarðskjálfta – Hlutir duttu úr hillum

Öflugur jarðskjálfti varð um 5km norðnorðaustur af Grindavík rétt fyrir klukkan tvö í dag . Skjálftinn var 3,7 að stærð og fannst vel víðsvegar á Suðurnesjum. Íbúar í innri Njarðvík greina frá því að hlutir hafi dottið úr hillum og íbúar á Ásbrú greina frá því að vel hafi fundist fyrir skjálftanum þar.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að nokkrir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Skjálftinn fannst einnig á, Höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes.