Nýjast á Local Suðurnes

Snarpur skjálfti við Grindavík

Snarpur jarðskjálfti varð laust fyrir klukkan tvö við Grindavík. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni.

Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftinn hafi orðið við Fagradalsfjall og óstaðfest er að hann hafi verið 3,7. Skjálftahrina hefur verið í gangi á þessu svæði og í morgun varð þar skjálfti af stærðinni 2,8.