Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á risa draugahús á Hrekkjavöku

Félagsmiðstöðin Fjörheimar halda Risa draugahús fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar á Hrekkjavöku, en á síðasta ári mættu í kringum tvö þúsund gestir og er stefnan sett á meiri fjölda í ár.

Sérstakur opnunartími frá 17:00-18:00 fyrir 10 ára og yngri þar sem ljósin verða kveikt og fólk hvatt að koma með yngstu börnin í heimsókn og sjá hryllinginn. Opið verður frá 18:00-22:00 og því seinna sem þú mætir því hryllilegra verður draugahúsið, segir í tilkynningu á Facebook. Draugahúsið er hluti af verkefninu Skólaslit 3: Öskurdagur.