Nýjast á Local Suðurnes

Mikil aukning á gestafjölda í Hljómahöll

Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar lagði fram ársskýrslu Hljómahallar á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar á dögunum. ´Á fundinum kynnti Tómas fyrirkomulag reksturs hússins, starfsmannafjölda og helstu verkefni fyrir menningarráði.

Í skýrslunni kemur fram að heildarfjöldi gesta á Rokksafn Íslands var 15.594 árið 2015 og má helst rekja til vinsælda sýningarinnar um Pál Óskar (Einkasafn poppstjörnu) og að hlutfall gesta sé 90% Íslendingar og 10% erlendir gestir. Útleiga á sölum hefur aukist á milli ára og var veltan um 50% meiri af salarútleigu en árið áður. Þá seldust 3.793 miðar á viðburði í Hljómahöll sem er talsverð aukning frá árinu áður þegar 1.660 miðar seldust.