Svik eða kostaboð? – Erlendir farandverkamenn herja á íbúa Reykjanesbæjar
Menn af erlendu bergi brotnir hafa undanfarið bankað upp á hjá fólki í Reykjanesbæ og boðið ýmsa þjónustu, gegn vægu gjaldi, s.s. hreinsun á innkeyrslum og görðum eða boðist til að mála þök og glugga. Mennirnir hafa þótt grunsamlegir í hegðun og hefur fólk tilkynnt heimsóknir þeirra til lögreglu.
Fólk hefur tjáð sig um reynslu sína af mönnunum í Facebook-hópnum “Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri”, en þar segir fólk mennina koma vel fyrir og vera kurteisa – En þó grunsamlega.
“Þessi maður var reyndar mjög kurteis. Ég bað hann um að skilja eftir nafnspjald sem hann lofaði að koma til mín en hefur ekki gert.” Segir einn sem fékk heimsókn frá mönnunum á Facebook.
DV.is greindi frá svipuðum málum sem upp komu í höfuðborginni síðasta sumar, en þá var hegðun mannana talin ágeng og ógnandi.
Uppfært kl. 12.05:
Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að þar á bæ leiti menn nú farandverkamannana sem um ræðir. Þá segir lögreglan mikilvægt að fólk afþakki þá þjónustu sem þeir bjóða upp á.