Nýjast á Local Suðurnes

Fengu óumbeðna tiltekt frá óprúttnum aðilum

Starfsmenn Benna pípara, sem þekktir eru fyrir snyrtimennsku, komu þó að óvenju snyrtilegu athafnasvæði við starfsstöð fyrirtækisins þegar þeir mættu til vinnu í morgunsárið eftir að óprúttnir aðilar höfðu mætt í skjóli nætur í tiltekt.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu fyrirtækisins og óskað upplýsinga um bifreiðina sem sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Óverulegum verðmætum var þó stolið, en þar má helst nefna að endurvinnslusjóður starfsmanna fékk nýja eigendur að sögn eiganda fyrirtækisins. Hafa má samband við lögreglu hafi fólk upplýsingar um málið.

Er einhver sem kannast við þetta ökutæki? Þessir aðilar sem eru þarna, tóku smá tiltekt án okkar leyfis, við verkstæði okkar að Bolafæti 9 í Njarðvík. Bílnúmer er OD179, segir á Facebook-síðunni.