Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttamiðstöð Grindvíkur tilnefnd til menningarverðlauna – Hægt að kjósa til 9. mars

Í dag voru opinberaðar tilnefningar til Menningarverðlauna DV og er Íþróttamiðstöð Grindvíkur tilnefnd í flokknum Arkitektúr. Íþróttamiðstöðin er glæsileg bygging sem hefur vakið athygli víða. Byggingin fékk Steinsteypuverðlaunin 2015 og var einnig tilnefnd til íslensku lýsingarverðlaunananna. Netkosning er hafin og stendur hún til miðnættis 9. mars. Smellið hér til að kjósa.

Í umfjöllun DV.is segir meðal annars:

„Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem felur í sér öfluga viðbót við þau íþróttamannvirki sem fyrir eru og á bæjarfélagið hrós skilið fyrir að nota núverandi innviði til að skapa stemningu og líf. Þegar horft er á nýju bygginguna má sjá óvenjulegt en að sama skapi áhugavert formtungumál sem birtirt í gluggasetningu og efniskennd. Með landslagshönnuninni eru svo kynnt til leiks mjúk form úr steinsteypu sem mynda nokkurs konar setstalla.“