Nýjast á Local Suðurnes

Nýr vefur sameinar alla upplýsingagjöf um flugvelli Isavia á einum stað

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia setti nýjan vef fyrirtækisins í loftið á aðalfundi

Á aðalfundi Isavia, sem haldinn var á dögunum var einnig kynntur nýr vefur Isavia sem var formlega opnaður af Birni Óla Haukssyni, forstjóra fyrirtækisins.

Vefurinn sameinar alla upplýsingagjöf um flugvelli Isavia á einum stað og þar geta farþegar fundið flugupplýsingar innan flugvalla á Íslandi sem og aðrar nauðsynlegar upplýsingar við undirbúning ferðalags innanlands sem erlendis. Þar er einnig að finna öfluga upplýsingaveitu til flugmanna og er nú mun betra aðgengi fyrir þá sem þurfa að nota þjónustu Isavia eða sækja um störf svo dæmi sé tekið. Þá er mikið lagt upp úr nýjum lausnum fyrir farþega á hinum nýja vef.