Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær verður við óskum nemenda – Byggja körfuboltavöll við Heiðarskóla

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar upplýsti á íbúafundi í Stapa sem haldinn var 18. janúar sl. að ráðist yrði í gerð nýs körfuboltavallar við Heiðarskóla.

Nemendur skólans hafa á undanförnum árum kallað mjög eftir slíkum velli. Mikil umræða hefur verið um hreyfingaleysi barna og ungmenna og er nýr alvöru körfuboltavöllur gott svar bæjaryfirvalda í heilsueflandi samfélagi, segir á Facebook-síðu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.