Nýjast á Local Suðurnes

Jón Arnór til Keflavíkur

Mynd: Kkd. Njarðvíkur

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Sverrisson hefur komist að samkomulagi við Keflavík um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deildinni. Jón Arnór er uppalinn í Njarðvík, en óskaði á dögunum lausnar frá samningi sínum við félagið.

Frá þessu er greint á Karfan.is, en þar kemur fram að unnið sé að því hörðum höndum að fá leikheimild samþykkta fyrir leikmanninn í tæka tíð fyrir næsta leik liðsins, sem er í kvöld gegn Grindavík í TM-höllinni.