Nýjast á Local Suðurnes

Matthías Íslandsmeistari í pílukasti

Mynd: Grindavik.is / Pílukastfélag Grindavíkur

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð á laugardaginn Íslandsmeistari í pílukasti en Íslandsmótið í 501 sem er algengasti leikur pílukastsins fór fram um helgina.

Matthías Örn átti frábæran dag og keppti til úrslita við sitjandi Íslandsmeistara, Vitor Charrua. Úrslitaviðureignin var æsispennandi en svo fór að Matthías hafði sigur 7-6. Matthías Örn var tilnefndur í kjöri á Íþróttamanni Grindavíkur fyrir árið 2019.