Nýjast á Local Suðurnes

85% Suðurnesjamanna hafa verslað í Costco – Stór hluti af ráðstöfunartekjum fer í Garðabæinn

Suðurnesjamenn eru duglegastir allra að versla í Costco, ef frá eru taldir íbúar Garðabæjar, en um 85% íbúa á Suðurnesjum hafa verslað í Costco frá því verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur mánuðum, samkvæmt tölum frá Markaðsvakt Meniga. Markaðsvaktin byggir á nafnlausum greiningum á neyslumynstri íbúa Meniga hagkerfisins.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en þar kom einnig fram að íbúar á Suðurnesjum versla fyrir tæplega 77.000 krónur af ráðstöfunartekjum fjölskyldu að meðaltali á mánuði í Costco. Rétt er að taka fram að þetta á ekki eingöngu við um matvöru, heldur allar vörur, þar með talið bensín.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér.