Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesin og Vestfirðir einu svæðin á landinu þar sem ekki er boðið upp á ódýrasta kost á eldsneyti

Suðurnesjasvæðið er hið eina á landinu þar sem olíufélögin bjóða ekki upp á ódýrasta möguleikann fyrir viðskiptavini sína við kaup á eldsneyti, þetta kemur fram á vef Gsmbensín, en þar er fylgst með bensínverði á landinu öllu. Ódýrast er að kaupa eldsneyti hjá orkunni á Suðurnesjum, en þar kostar líterinn af bensíni 190,30 krónur og líterinn af díselolíu kostar 176,80 krónur, án afslátta, þegar þetta er ritað.

Olíufélögin bjóða upp á ódýrasta kost í öllum landshlutum, ef frá eru talin Suðurnesin og Vestfirðir. Þannig býður Orkan upp á svokallaðar X-stöðvar út um allt land þar sem líterinn af bensíni er seldur á 175,20 krónur um þessar mundir. N1 selur ódýrt eldsneyti undir merkjum Dælunnar og Atlandsolía býður líterinn á 183,20 á einni stöð á höfuðborgarsvæðinu. Bensínlíterinn kostar um 155 krónur í Costco Kauptúni.