Nýjast á Local Suðurnes

Sigríður Eydís með Íslandsmet í keppni með loftriffli

Keppendurnir frá Reykjanesbæ stóðu sig vel í Kópavogi

Skotdeild Keflavíkur gekk mjög vel á Opna-Kópavogsmótinu í loftgreinum sem fram fór um helgina. Sigríður Eygdís Gísladóttir gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í loftriffli, unglingaflokki kvenna. Hún er mjög metnaðarfullur keppandi sem er nýbyrjuð og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Svo voru þeir Richard Brian Bushing (gull) og Kristján Snær Jónsson (silfur) í unglingaflokki pilta með gull og silfur.

Theodór Kjartansson lenti í öðru sæti í loftriffli karla. Dúi Sigurðsson keppti einnig í loftskammbyssu í fyrsta skipti og byrjaði á því að skjóta sig upp um flokk.

Þessi vika hefur verið tímamót fyrir skotdeildina þar sem við erum að tefla fram mikið af frambærilegu skotíþróttafólki og við vorum að fá fréttir af því að umsókn okkar um betri aðstöðu til að æfa loftgreinarnar voru samþykktar. Meira um það seinna. Áfram Keflavík! – Segir á heimasíðu Skotdeildarinnar