Nýjast á Local Suðurnes

Stúlkurnar beittar hrottafengnu ofbeldi – Meintur gerandi í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 19 ára pilti sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur stúlkum, á Suðurnesjum og í Grafarvogi. Lýsingar þeirra á brotunum bera þess merki að þær hafi verið beittar grófu og hrottafengnu ofbeldi.

Það er RÚV.is sem greinir frá þessu, þar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi stúlkan sagt að maðurinn hefði nauðgað henni tvisvar á heimili hans –  Auk þess sem hann hafi sagt að hann gæti látið hana hverfa ef hún hlýddi ekki. Þrátt fyrir þetta sá Lögreglan á Suðurnesjum ekki ástæðu til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum.

Maðurinn verður í varðhaldi til 19. ágúst, en einungis var óskað eftir gæsluvarðhaldi fyrir síðara málið, sem upp kom í Grafarvogi. Þá kemur fram í frétt Rúv að þar sem maðurinn hefur samþykkt að undirgangast geðrannsókn þótti dóminum rétt að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma.