Nýjast á Local Suðurnes

Grunaður um tvær nauðganir – Lögregla á Suðurnesjum fór ekki fram á gæsluvarðhald

Nítján ára piltur hefur verið kærður fyrir tvær nauðganir. Fyrra málið kom upp á Suðurnesjum í lok júlí en það síðara viku síðar í Reykjavík. Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki fram á gæsluvarðhald, en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Það er Fréttatíminn sem greinir frá þessu á vef sínum og í blaðinu sem kemur út á morgun.

Í fyrra málinu var pilturinn handtekinn á Suðurnesjum um kvöld og stúlkan fékk aðhlynningu á Neyðarmóttöku. Hann var yfirheyrður undir morgun og sleppt í kjölfarið. Lögreglan á Suðurnesjum taldi ekki ástæðu til að fara fram á gæsluvarðhald yfir piltinum. Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem fór fram á gæsluvarðhaldsúrskurð, eingöngu vegna seinna málsins.