Nýjast á Local Suðurnes

Jafnt á Nettóvellinum – Keflavík enn taplausir í deildinni

Keflvíkingar fengu Fram í heimsókn á Nettóvöllinn í Inkasso-deildinni í knattspyrnu í gær, Keflvíkingar voru taplausir í deildinni fyrir leikinn og í gær varð engin breyting þar á, þar sem liðin skildu jöfn, 2-2.

Sigurbergur Elíasson kom Keflvíkingum yfir á 14. mínútu, en Framarar jöfnuðu í 1-1 fyrir leikhlé, en mínútu eftir mark hans fékk Beitir Ólafsson, markvörður Keflvíkinga rautt spjald.

Sigurbergur kom Keflvíkingum þó yfir á ný á 48. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en Hlynur Atli Magnússon sá um að jafna fyrir Fram um miðjan seinni hálfleikinn, með sínu öðru marki.

Keflvíkingar eru því enn taplausir í fjórða sæti deildarinnar, með 10 stig eftir 6 umferðir.