Nýjast á Local Suðurnes

Rúdolf og jólasveinarnir fá lögreglufylgd í miðbæinn

Rúdolf og jólasveinarnir munu fá lögreglufylgd niður af Keflavíkurflugvelli í kvöld að Hafnargötunni þar sem þeir munu taka á móti gestum og gangandi.

Um er að ræða flott verkefni hjá Isavia sem er orðið að skemmtilegri jólahefð fyrir marga og erum við þar meðtalin, segir á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lagt verður af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 19:45.