Nýjast á Local Suðurnes

Guðbrandur sækist eftir fyrsta sæti hjá Viðreisn

Mynd: Reykjanesbær

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, sækist eftir því að að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Flokkurinn náði ekki inn þingmanni í kjördæminu í síðustu kosningum.

Guðbrandur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm tuttugu ár og gegnir nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem hann hefur gert mörg undanfarin ár.