Nýjast á Local Suðurnes

Fækkar á framfærslu sveitarfélagsins

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Í nóvember fengu 273 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 36.651.294 eða að meðaltali kr.134.253.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 19.424.207 samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs sveitarfélagsins, en þar eru þessar tölur birtar mánaðarlega og bornar saman við sama mánuð árið á undan, en samkvæmt því fengu 336 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð í nóvember árið 2022, þá voru greiddar kr. 48.303.728 eða að meðaltali kr. 143.761.