Nýjast á Local Suðurnes

FöstudagsÁrni á laugardegi: Leit í Öskjuhlíð rof á friðhelgi feluhomma?

Gleðilegt ár kæru vinir og takk þið sem gluggað hafið í föstudagspistilinn hjá mér á árinu. Það er gott að finna að einhver hefur gaman af ruglinu í manni. Sjálfsögðu byrjum við nýtt á á einum ferskum föstudagspistli og vonandi verða þeir fleiri á árinu.

Ég verð að viðurkenna að ég misskildi fyrst fréttirnar þegar ég sá fyrirsögnina um bankarán í Landsbankanum. Hélt að þarna ætti við launahækkun bankastjórans um rúma hálfa milljón á mánuði. Sem er auðvitað eins og köld vatnsgusa framan í öryrkja og eldri borgara þar sem íslenska ríkið á banka-ræfilinn.

Árni Árna

Árni Árna

„Skíttu í píkuna á þér“ er setning vikunnar. Formaður Sjómannasambandsins lét þessi orð falla á samskiptamiðlum í samtali sínu við sjómann. Greinilega dannaður og vandaður formaður þarna á ferðinni sem fær án efa ölmusu frá útgerðarmönnum. Árið byrjar á kjarabaráttu sjómanna sem hafa verið samningslausir um árabil og öllum skítsama. Enda er þetta stétt sem hefur nánast aldrei náð árangri í kjarabaráttu og ávallt fengið á sig neyðarlög á Alþingi. Það er með ólíkindum þegar kjaramál sjómanna eru skoðuð. Margir hverjir þurfa að greiða kvótaleigu með útgerðinni sem og olíukostnað. Þetta er svipað og flugstjórar greiddu bensínið á flugvélarnar og tækju þátt í greiðslu farseðla farþeganna. Þeir sem eru á stórum skipum sem eru úti svo vikum skiptir greiða ótrúlega marga kostnaðarliði og veit ég um einn sjómann sem náði í 5 vikna met-túr 2 milljónum í hlut en fékk 900.000 þúsund útborgað. Ég óska sjómönnum góðs gengis í kjarabaráttunni.

Enn og aftur sannaði neyðarflugbrautin tilverurétt sinn í Vatnsmýrinni í vikunni þegar sjúkraflug frá Akureyri lenti á henni enda eina flugbrautin sem hægt var að lenda á vegna veðurs. Meirihlutinn í borgarstjórn er gjörsamlega óhæfur og þarf að fara frá strax.

Ólína Þorvarðardóttir gæti alveg tekið að sér formennsku í sjómannasambandinu, hún kallaði mynd af Bjarna Ben og Sigmundi Davíð á forsíðu Fréttablaðsins „mellumynd“ – það hlýtur að vera súrt að vera í minnihluta á þingi, mælast vart með fylgi í skoðunarkönnunum og horfa upp á það að bestu viðskipti ársins gerði ríkisstjórnin sem skilar bættum ríkissjóði og betri lífskjörum í landinu. Stundum er þörf að troða grænsápu upp í Ólínu.

Get ekki betur séð en markaðsfulltrúi þjóðkirkjunnar þurfi að bretta upp ermarnar. Aðein einn gestur kom til messu í innri Njarðvíkurkirkju á jóladag. Prestur, kór og meðhjálpari og einn kirkjugestur. Þetta er með ólíkindum og sýnir vel að þjóðkirkjan þarf að aðlagast breyttum tímum og hrista af sér helgislepjuna og hreina reyna að ná til fólks sem hún er því miður ekki að gera. En Anna Meyvatnsdóttir/síðasti geirfuglinn, naut samt sem áður messunnar, ein á kirkjubekknum.

Jón Gnarr datt í vikunni inn á íþróttadeild 365 og færði þar tveimur reynsluboltum áramótagjöf, uppsagnarbréf. Jón er búinn að vera öflugur í uppsögnum á árinu 2015 og má þá í raun krýna hann böðul ársins. Það hefði nú verið fínt fyrir ársreikning borgarinnar hef þetta tiltektaræði hans hefði gripið hann í borgarstjórastólnum. Í staðinn var hann haldin ráðningargleði, aldrei áður hefur fjölda starfsmanna fokið eins upp og í hans tíð me tilheyrandi kostnaði. Ég horfði spenntur á Kryddsíldina, ég átti von á að hann ræki einhvern í beinni, böðullinn spyr hvorki um stað né stund.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð í leit að bankaræningjunum í Öskjuhlíðinni. Ég vona að engin kynhneigðarbræður mínir hafi verið í „göngu“ í hlíðunum á þessum tíma. Það væri gaman að fá að sjá upptökur úr þyrlunni. Spurning hvort þetta sé ekki rof á friðhelgi feluhommanna.

Þeir kunna þetta í Björgunarsveitinni Suðurnes, sveitin stóð fyrir flugeldasýningu á dögunum sem var án efa ör-sýning. Eitthvað klikkaði og öll flugeldasýningin fór í loftið á einni mínútu. Áhorfandi lýsti þessu eins og hryðjuverkaárás, blossar, ljósglæringar og hvellir í örskamma stund. Ég hefði viljað að björgunarsveitin í Sandgerði hefði gert þetta á Sandgerðisdögum, ég var að verða gráhærður að bíða á milli flugelda á þeirri sýningu. Hún var sú leiðilegasta sem ég hef séð, spurning a kíkja við hjá þeim í Njarðvík og læra hvernig á að gera allt vitlaust á einni mínutu.

Njótið helgarinnar