Jón Axel og Petrúnella íþróttafólk Grindavíkur 2015

Körfuknattleiksfólkið Petrúnella Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2015 við hátíðlega athöfn í Gjánni á gamlársdag. Petrúnella var lykilmaður í bikarmeistaraliði Grindavíkur síðasta vor og Jón Axel lykilmaður í U20 ára landsliði Íslands í körfubolta og hjá meistaraflokki Grindavíkur.
Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd. Það voru Kristín María Birgisdóttir formaður frístunda- og menningarnefndar og Sigurður Enoksson formaður UMFG sem veittu viðurkenningarnar. Kjörinu stjórnaði Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.