Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar fá erlendan leikmann og Páll Axel snýr aftur

Grindavík hefur gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni fyrir karlalið félagsins, sá heitir Hector Harold og kemur frá Vermont háskólanum sem er 1. deildar skóli í America East deildinni. Hector er 2,01 að hæð og mun spila stöðu miðherja hjá Grindavík.

Hector er sagður mjög fjölhæfur leikmaður með góða boltatækni enda spilaði hann stöðu skotbakvarðar þar til fyrir 5 árum þegar hann tók ansi myndarlegan vaxtarkipp.

Hann á að vera frábær varnarmaður og síðast en ekki síst var hann fyrirliði liðs síns. Að sjálfsögðu eru miklar vonir bundar við hann og mun hann koma til liðs við félaga sína í ágúst og mun því hafa fínan tíma til að aðlagast, segir í tilkynningu frá Grindavík.

palli_gummi grindavik karfa

Páll Axel mun enda ferilinn í Grindavík

Páll Axel mun enda ferilinn í Grindavík

Þá hefur stórskyttan, hinn 37 ára gamli Páll Axel Vilbergsson, ákveðið að snúa aftur til heimahaganna í Grindavík en hann hefur alið manninn síðustu tvö tímabil í Borgarnesi. Páll hyggst nú klára feril sinn í Grindavíkinni þar sem hann sleit barnskóm sínum og hefur spila lungan af ferlinum.