Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkursigur eftir framlengingu – Keflavík óstöðvandi

Spennan var í hámarki í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvíkingar fengu Tindastól í heimsókn í annað sinn á fáum dögum. Leikurinn fór í framlengingu sem endaði með sigri Njarðvíkinga 82-73. Það var sömuleiðis boðið uppá hátt spennustig í Stykkishólmi þar sem Keflvíkingar mættu heimamönnum í Snæfelli, en Keflvíkingar höfðu sigur að lokum, 96-87 og sitja því enn einir á toppnum í Dominos-deildinni með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Fyrirfram var búist við hörkuleik í Ljónagryfjunni og sú varð raunin, staðan eftir fyrsta leikhluta var 17-16 heimamönnum í vil og allt í járnum. Njarðvíkingar voru þó ögn skárri í öðrum leikhluta og höfðu 9 stiga forskot í leikhléi 33-24.

Gestirnir náðu að vinna upp for­skot heima­manna í 3. leik­hluta og voru yfir að hon­um lokn­um, 47-50. Fjórði leik­hluti var jafn og spenn­andi og þegar um hálf mínúta var eftir voru Njarðvíkingar 2 stigum yfir, Helgi Rafn Viggós­son tók sig þá til og setti niður tvö stig fyrir gestina og jafnaði leik­inn, 64:64 þannig að framlengja þurfti leikinn.

Í fram­leng­ing­unni voru Njarðvík­ing­ar sterkara liðið og höfðu sigur 82-73. Liðið er þar með í 5. sæti deildarinnar með sex stig.

Stigaskorun Njarðvíkinga var jöfn en Maciej Stan­islav Bag­inski skoraði 19 stig, Marquise Simmons 18, Logi Gunn­ars­son 14 og Hjört­ur Hrafn Ein­ars­son 13.

Keflvíkingar sem hafa verið á mikilli siglingu í deild og bikar að undanförnu mættu liði Snæfells. Kefla­vík voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en mun­ur­inn varð þó aldrei meiri en tíu stig. Staðan að hon­um lokn­um var 56:48.

Leik­ur­inn var í járn­um all­an seinni hálfleik­inn, og Kefla­vík var aðeins þrem­ur stig­um yfir þegar fjórði leikhluti hófst, 73:70. Góður kafli kom svo Keflvíkingum í sjö stiga forskot sem Snæfellingar náðu ekki að vinna á og höfðu að lokum níu stiga sigur 96-87.

Earl Brown Jr. skorði 29 stig fyrir Keflvíkinga, Guðmund­ur Jóns­son 21 og Magnús Þór Gunn­ars­son 12.