Nýjast á Local Suðurnes

Lokað fyrir kalt vatn vegna framkvæmda – Hér eru nokkur góð ráð í vatnsleysi

Vegna framkvæmda Vegagerðarinnar og Reykjanesbæjar við gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Hafnaveg verður lokað fyrir kalda vatnið miðvikudaginn 12. október næstkomandi klukkan 22:00.

Þessi ráðstöfun er nauðsynleg vegna tilfærslu á 600 mm stofnlögn kalda vatnsins í vegkanti Reykjanesbrautarinnar. Áætlað er að vatn verði komið á aftur og fullur þrýstingur fimmtudaginn 13. október kl 11:00.

Eftirftalin bygðarlög verða kaldavatnslaus vegna þessara framkvæmda: Keflavík, Njarðvík og Sandgerði.

Nokkur góð ráð í vatnsleysinu:

  • Láta renna kalt vatn í baðkar, gott að eiga til að geta t.d. skolað niður úr salerni
  • Eiga kalt vatn á flöskum, brúsum eða öðrum ílátum til drykkjar, tannburstun, hella upp á kaffi og fleira. Eigir þú kalt vatn má alltaf blanda það með heitu og nota til að þvo sér
  • Gangið úr skugga um að lokað sé fyrir alla krana áður en hús / íbúð er yfirgefin. Vatni verður hugsanlega hleypt á kerfið aftur á meðan engin er heima
  • Hugsanlega að loka fyrir kaldavatnsinntak á meðan að vatnslaust er

Þá benda HS Veitur fólki á að hafi fólk einhverjar spurningar varðandi lokunina má alltaf hringja í skiptiborð fyrirtækisins og fá frekari upplýsingar. Síminn er 422 5200 og opið frá 08:15 til 16:00 alla virka daga vikunnar.