Grindavíkurbændur sýna starf bóndans í nýju ljósi – Myndband!
Skemmtilegasti tími ársins í sauðfjárbúskapnum er genginn í garð, enda er sauðburður að ná hámarki þessa dagana. En þó mikið sé að gera og lítið um nætursvefn hjá bændum gáfu ábúendur á Hópi í Grindavík sér tíma til að setja saman þetta stórskemmtilega myndband sem sjá má hér að neðan. Lagið er fengið að láni úr hinum sívinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðinni en textinn er saminn af Hönnu Sigurðardóttur.