Nýjast á Local Suðurnes

Ask Guðmundur hlaut fjórar Euro Effie tilnefningar

Íslenska aug­lýs­inga­stof­an hef­ur hlotið fjór­ar Euro Effie til­nefn­ing­ar fyr­ir Ask Guðmund­ur-her­ferðina, sem er hluti af Inspired by Ice­land-her­ferð Íslands­stofu. Her­ferðin er orðin ein verðlaunaðasta ferðaþjón­ustu­her­ferð heims, en hún vann Gull Euro Effie árin 2011 og 2013. Þetta kem­ur fram á mbl.is.

Guðmundur Steinarsson, kennari og knattspyrnuþjálfari tók þátt í verkefninu og baust til að svara spurningum fróðleiksþyrstra ferðamanna um Reykjanesið. Myndbandið sem Guðmundur kom fram í var tekið upp í Víkingaheimum og má sjá hér fyrir neðan.

Á annað þúsund spurn­ing­ar frá meira en fimm­tíu lönd­um víðs veg­ar um heim­inn bárust í tengslum við herferðina. Yfir hundrað þess­ara spurn­inga var svarað með sér­stök­um mynd­bönd­um sem dreift var á sam­fé­lags­miðlum og má sjá þau á YouTu­be-rás Inspired by Ice­land. Her­ferðin sem Íslenska hef­ur unnið í góðu sam­starfi við The Brook­lyn Brot­h­ers í London og út­færsla henn­ar bygg­ir á sam­starfi op­in­berra aðila og ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu og er Íslands­stofa fram­kvæmd­araðili.