Ask Guðmundur hlaut fjórar Euro Effie tilnefningar

Íslenska auglýsingastofan hefur hlotið fjórar Euro Effie tilnefningar fyrir Ask Guðmundur-herferðina, sem er hluti af Inspired by Iceland-herferð Íslandsstofu. Herferðin er orðin ein verðlaunaðasta ferðaþjónustuherferð heims, en hún vann Gull Euro Effie árin 2011 og 2013. Þetta kemur fram á mbl.is.
Guðmundur Steinarsson, kennari og knattspyrnuþjálfari tók þátt í verkefninu og baust til að svara spurningum fróðleiksþyrstra ferðamanna um Reykjanesið. Myndbandið sem Guðmundur kom fram í var tekið upp í Víkingaheimum og má sjá hér fyrir neðan.
Á annað þúsund spurningar frá meira en fimmtíu löndum víðs vegar um heiminn bárust í tengslum við herferðina. Yfir hundrað þessara spurninga var svarað með sérstökum myndböndum sem dreift var á samfélagsmiðlum og má sjá þau á YouTube-rás Inspired by Iceland. Herferðin sem Íslenska hefur unnið í góðu samstarfi við The Brooklyn Brothers í London og útfærsla hennar byggir á samstarfi opinberra aðila og íslenskrar ferðaþjónustu og er Íslandsstofa framkvæmdaraðili.