Nýjast á Local Suðurnes

Lífeyrissjóðir hætta við þátttöku á íbúafundi um stóriðju

Lífeyrissjóðurinn Stapi og Landsbankinn lífeyrissjóður hafa hætt við að kynna starfsemi sína á íbúafundi Andstæðinga stóriðju í Helguvík, sem fram fer annað kvöld.

Til stóð að sjóðirnir myndu kynna starfsemi sína, en um er að ræða sjóði sem fjárfesta ekki í stóriðju. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og bæjarstjórn Reykjanesbæjar munu taka þátt í umræðum, auk þess sem Andri Snær Magnason og Tómas Guðbjartsson munu flytja erindi.

Dagskrá fundarins hefur því verið breytt og er eftirfarandi:

 

Dagskrá fundar (með fyrirvara um breytingar)

1. Formaður ASH Einar Már Atlason setur fund

2. Fundarstjóri Páll Valur Björnsson tekur við.

3. Formaður ASH Einar Már Atlason

4. Mælendaskrá
• Andri Snær
• Tómas Guðbjartsson – Ósnortin víðerni eru verðmætari en virkjuð.

5. 20 mín lausar fyrir íbúa til að koma upp og segja nokkur orð

6. Panell
Frá Umhverfisstofnun Sigrún Ágústsdóttir og Einar Halldórsson.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

7. Formaður kynnir fjársöfnun og sýnir myndband.

8. Fundi slitið kl 22:00

Örn Garðars og Sigurjón Bakari
bjóða gestum upp á Kaffi og Kleinur