Nýjast á Local Suðurnes

Milljónum króna stolið úr spilakössum

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa á veitingastað í umdæminu sem átti sér stað nýlega.

Um er að ræða þrettán spilakassa sem voru skemmdir, með því að spenna þá upp, og tæmdir. Ætla má að sex til átta milljónir króna hafi verið samanlagt í þeim. Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.