Nýjast á Local Suðurnes

Fimmtíu Lottómillur til Suðurnesja

Suðurnesjamaður hafði heppn­ina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Hann er einn af sex vinn­ings­höf­um sem deila með sér 2. vinn­ingi og fær hver þeirra rúm­lega 48,3 millj­ón­ir.

Miðinn góði var keypt­ur hjá Bit­an­um, Iðavöll­um 14b í Reykja­nes­bæ. Hinir fimm miðarn­ir voru all­ir keypt­ir í Þýskalandi, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Íslenskri get­spá.