Nýjast á Local Suðurnes

Gæi “Iceredneck” tekur sér pásu frá Snappinu – Biður fólk að hafa ekki áhyggjur

Einn vinsælasti Snappari landsins, Njarðvíkingurinn Garðar “Iceredneck” Viðarsson hefur ákveðið að taka sér hlé frá Snapchat. Garðar sem hefur yfir 15.000 fylgjendur á miðlinum, tilkynnti þetta á Snapchat í morgun og bað fólk vinsamlegast ekki að hafa áhyggjur, en fram kom í máli kappans að skilaboðum þar sem fólk hafði áhyggjur af líðan hans hafi ringt yfir hann í kjölfar þess að hann hafði ekki sent frá sér myndbrot í tvo sólarhringa.

Garðar sagði álagið sem fylgi því að ver opinber persóna sé orðið mikið auk þess sem persónulegar ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Nútíminn hefur eftir Garðari að hann hafi ekki ákveðið hversu langt Snap-fríið verði.