Nýjast á Local Suðurnes

Fjárfestingasjóður vill Isavia

Macquarie-fjárfestingasjóðurinn hefur sýnt áhuga á að taka yfir rekstur Isavia í heild og hafa fulltrúar sjóðsins átt tvo fundi með aðstoðarmanni fjármálaráðherra vegna málsins.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar segir að Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hafi gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt“ svar á Alþingi 31. maí við fyrirspurn um það hvort einhverjir hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og sýnt áhuga á kaupum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann sagði að svo væri ekki, en reyndin er sú að tvö fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að koma að rekstri flugstöðvarinnar eða Isavia í heild.

Macquarie-fjárfestingasjóðurinn séhæfir sig meðal annars í rekstri flugvalla víða um heim.