Nýjast á Local Suðurnes

Í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um smygl á fólki

Karlmaður frá Serbíu er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um smygl á fólki. Maðurinn kom til landsins um liðna helgi ásamt unglingi sem hann sagði son sinn. Það er reyndist ekki rétt en þeir eru hugsanlega skyldir, þetta kemur fram á vef Rúv.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. Hún staðfestir að málið sé til rannsóknar en vill að öðru leyti ekki tjá sig, rannsóknin sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt frétt Rúv er pilturinn í umsjá félagsmálayfirvalda á meðan rannsókn fer fram.