Nýjast á Local Suðurnes

Seldu áfengi fyrir á annan milljarð

Sala Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ nám tæplega 1,3 milljörðum króna á síðasta ári og jókst veltan um tæplega 70 milljónir króna á milli ára.

Ráðist var í breytingar á versluninni á árinu sem virðast hafa tekist vel.

Vínbúðin í Grindavík velti tæplega 170 milljónum króna á síðasta ári á móti tæplega 150 milljónum á árinu áður. Söluhæsta Vínbúðin að þessu sinni er við Dalveg í Kópavogi, en þar hljómuðu sölutölur upp á um þrjá milljarða króna.