Nýjast á Local Suðurnes

Hafa selt tæplega 900 eignir á Suðurnesjum

Myndin tengis fréttinni ekki beint

Íbúðalánasjóður hefur selt 859 íbúðir á Suðurnesjum það sem af er ári. Salan er í samræmi við væntingar sjóðsins sem áætlar að selja um 900 eignir á svæðinu á þessu ári.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um eignasölu sjóðsins á landinu öllu í dag. Ágúst Kr. Björns­son­, for­stöðumaður fulln­ustu­eigna hjá ÍLS segir söluna vera í samræmi við áætlanir.

„Góð sala hef­ur verið á flest­um markaðssvæðum og í ein­stök­um lands­hlut­um. Áber­andi að fast­eigna­markaður á Suður­nesj­um hef­ur verið góður og mik­il sala eigna hef­ur verið þar.” Segir Ágúst.