Steinunn nýr stjórnarformaður Kadeco

Steinunn Sigvaldadóttir hefur verið kjörin nýr formaður stjórnar Þróunafélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco og Ísak Ernir Kristinsson, sem verið hefur stjórnarformaður undanfarin tvö ár verður varaformaður.
Einar Jón Pálsson kemur nýr inn í stjórn fyrir hönd Suðurnesjabæjar og tekur við af Ólafi Þór Ólafssyni. Stjórn félagsins skipa auk Steinunnar, Ísaks og Einars, þau Elín Árnadóttir fyrir hönd Isavia og Reynir Sævarsson fyrir hönd Reykjanesbæjar.