Nýjast á Local Suðurnes

Steinunn nýr stjórnarformaður Kadeco

Stein­unn Sig­valda­dótt­ir hefur verið kjör­in nýr formaður stjórn­ar Þróunafé­lags­ Keflavíkurflugvallar, Kadeco og Ísak Ernir Kristinsson, sem verið hefur stjórnarformaður undanfarin tvö ár verður vara­formaður.

Ein­ar Jón Páls­son kem­ur nýr inn í stjórn fyr­ir hönd Suður­nesja­bæj­ar og tek­ur við af Ólafi Þór Ólafs­syni. Stjórn fé­lags­ins skipa auk Stein­unn­ar, Ísaks og Ein­ars, þau Elín Árna­dótt­ir fyr­ir hönd Isa­via og Reyn­ir Sæv­ars­son fyr­ir hönd Reykja­nes­bæj­ar.