Nýjast á Local Suðurnes

Unglingur grunaður um sölu fíkniefna

Sextán ára piltur sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt var með talsvert magn af fíkniefnum í vörslum sínum og er hann grunaður um sölu fíkniefna. Hann var færður á lögreglustöð og forráðamönnum hans og barnaverndarnefnd gert viðvart um málið.

Annar sextán ára piltur var með kannabis og hníf í fórum sínum. Eins og í  fyrra tilvikinu var forráðamönnum og barnaverndarnefnd gert viðvart. Pilturinn afsalaði sér hnífnum til eyðingar.

Loks reyndist stúlka vera með kannabis í fórum sínum.