Nýjast á Local Suðurnes

Reyndu að stela hreindýraskinni í verslun Bláa lónsins

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun Bláa lónsins síðdegis í fyrradag. Þar voru á ferðinni tveir erlendir ferðamenn sem voru að skoða vörur og reyndu svo að hnupla hreindýraskinni. Verð á því er um 25.000 krónur. Skinnið var óskemmt þegar starfsfólk verslunarinnar fékk það aftur í hendur og var lögregla beðin um að vísa mönnunum út af svæðinu, sem hún og gerði.

Ekki er langt síðan þjófar voru staðnir að því að stela úlpum að verðmæti á annað hundrað þúsund krónur, úr sömu verslun.