Stálu 300 þúsund króna úlpum – Höfðu húfað sig upp áður

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um þjófnað á tveimur úlpum, að verðmæti tæplega 170 þúsund króna hvor, úr verslun Bláa lónsins fyrr í vikunni.
Þegar öryggismyndavélar á svæðinu voru skoðaðar kom í ljós að sömu aðilar og grunaðir eru um úlpuþjófnaðinn höfðu komið inn í verslunina nokkrum dögum fyrr og þá tekið með sér þrjár húfur sem þeir greiddu ekki fyrr.