Nýjast á Local Suðurnes

Hollur Suðurnesjaskyndibiti á Secret Solstice

Fiskur og franskar og humarlokur, -salat og -súpa mun án efa fylla maga svangra gesta Secret Solstice tónhátíðarinnar sem haldin verður um næstu helgi í Laugardal í Reykjavík, en  Suðurnesjafisksalarnir hjá Lobster hut og Issi Fish&Chips verða á meðal þeirra sem sjá um veitingar á svæðinu.

Báðir veitingavagnarnir notast við besta hráefni sem völ er á við framleiðslu sína á flottum skyndibita og báðir vinna allt sitt hráefni frá grunni. Þá eru bæði Lobster Hut og Issi Fish&Chips afar vel liðnir á samfélagsmiðlunum og fá báðir hæstu einkunn eða 5 stjörnur frá flestum af þeim hundruðum sem veitt hafa stöðunum umsagnir á miðlunum.