Gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum Reykjanesbæjar frá og með næsta hausti
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita grunnskólum Reykjanesbæjar fjárveitingu á næsta skólaári til kaupa á námsgögnum til grunnskólanna.
Fræðsluráð lagði til á fundinum sínum 21. apríl sl. að Reykjanesbær myndi veita öllum börnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti.
Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs á fundinum sínum 2. maí sl. og var málið tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni og einn gegn henni.