sudurnes.net
Gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum Reykjanesbæjar frá og með næsta hausti - Local Sudurnes
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að veita grunnskólum Reykjanesbæjar fjárveitingu á næsta skólaári til kaupa á námsgögnum til grunnskólanna. Fræðsluráð lagði til á fundinum sínum 21. apríl sl. að Reykjanesbær myndi veita öllum börnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti. Bæjarstjórn vísaði málinu til bæjarráðs á fundinum sínum 2. maí sl. og var málið tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni og einn gegn henni. Meira frá SuðurnesjumDelta hefur flug til KEF á nýGuðrún mun sjá um fjármálin og stjórnsýslunaRáðherra staðfestir örnefnið FagradalshraunKjarasamningar við sveitarfélögin samþykktir – Gildir afturvirkt frá 1. maí 2015Tuttugu kvartanir vegna lyktamengunar um helginaNjarðvíkingar heppnir og héldu sæti sínu í 2. deildRúmlega 20 milljónir króna frá Minjastofnun í verkefni á SuðurnesjumNjarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunniUmferð um Suðurstrandaveg nær fimmfaldastFjöldi smáskjálfta á Reykjanesi