Nýjast á Local Suðurnes

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks klár í áskorun Framsóknar – Myndband!

Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hefur skorað á hin sjö framboðin til bæjarstjórnar í sveitarfélaginu í götukörfubolta og hafa þau öll tekið áskoruninni.

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins tekur áskorun Framsóknarfólks alvarlega og æfir af kappi fyrir keppnina sem fram fer næstkomandi laugardag á milli klukkan 11:00 og 13:00 á körfuboltavellinum við Holtaskóla. Ef veðrið verður með verra móti verður keppnin haldin inni í íþróttahúsinu við Sunnubraut.