Kosið um Heiðarbyggð og Suðurbyggð

Tilkynnt hefur verið um þau tvö nöfn sem koma til greina fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.
Í fyrstu umferð var kosið um fimm tillögur og í þeirri seinni verður kosið um þau tvö nöfn sem fengu flest atkvæði í þeirri umferð. Nöfnin tvö sem urðu hlutskörfpust eru Heiðarbyggð og Suðurbyggð og verður kosið um þau í seinni umeferðinni.