Nýjast á Local Suðurnes

Glæfralegur akstur starfsmanna Icelandair – Lögregla brást ekki við ábendingu

Mynd: Skjáskot/Facebook

Lögregla brást ekki við ábendingu ökumanns, þegar hann tilkynnti um glæfralegan akstur bifreiðar á vegum Icelandair, á einum hættulegasta vegakafla landsins, til móts við álverið í Straumsvík. Ökumaðurinn sem tilkynnti athæfið segir bifreið Icelandair hafa reynt að aka fram úr röngu megin með því að fara út í kant, auk þess sem bifreiðinni hafi verið ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Tvö banaslys hafa orðið á þessum kafla á undanförnum mánuðum.

„Þeir stungu okkur af. Get alveg trúað því að þeir hafi keyrt á 120 eða 130 restina af leiðinni.“ Segir Hrafnhildur Emmy Runólfsdóttir, við DV.is, en kærastinn hennar ók á löglegum hraða, 90 km/klst.

Þá gagnrýnir Hrafnhildur lögregluna fyrir að senda ekki bíl á vettvang þar sem þau tilkynntu atvikið samstundis til lögreglunnar og sögðu frá glannalegu aksturslagi bílstjórans.

„Þeir höfðu nægan tíma til að senda einhvern á staðinn þar sem hann átti eftir að aka alla leiðina til Keflavíkur.“