Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega 300 milljónir í bætur til landeigenda

Rúmlega 300 milljónir króna hafa verið greiddar í bætur til landeigenda vegna Suðurnesjalínu 2, en stefnt er að því að línan verði komin í notkun í haust.

Önnur sending af möstrum fyrir línuna er komin til landsins frá Spáni og bíða þau í Kúagerði eftir að taka sér stöðu í hrauninu við hlið Suðurnesjalínu 1, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Landsnets.

Næsta skref er uppsetning en stefnt er á að taka línuna í rekstur í haust ef allt gengur upp. Framkvæmdir eru í fullum gangi á þeim svæðum þar sem leyfi liggja fyrir og ganga vel, segir í tilkynningunni.

Staðan á Suðurnesjalínu 2:

29 km löng lína með 87 möstrum.

Samningum lokið við alla landeigendur nema 5 á þremur jörðum.

Eignarnámi var veitt heimild í júní 2024 – málið er í flýtimeðferð hjá dómstólum.

Rúmlega 300 milljónir króna greiddar í bætur til landeigenda.

Markmiðið er að Suðurnesjalína 2 verði komin í rekstur á síðari hluta ársins