Nýjast á Local Suðurnes

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar afhent á fimmtudag

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 1. júní klukkan 17:00. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að sautján tilnefningar hafi borist til ráðsins um áhugaverð skólaverkefni og að úr vöndu er að velja.

Fræðsluráð auglýsir ár hvert eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahóp og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Mörg áhugaverð verkefni eru í gangi í skólunum og margir kennarar að vinna göfugt og gott starf sem vert er að veita athygli.