sudurnes.net
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar afhent á fimmtudag - Local Sudurnes
Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar verða afhent í Bíósal Duus Safnahúsa fimmtudaginn 1. júní klukkan 17:00. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ kemur fram að sautján tilnefningar hafi borist til ráðsins um áhugaverð skólaverkefni og að úr vöndu er að velja. Fræðsluráð auglýsir ár hvert eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahóp og starfsmenn í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Mörg áhugaverð verkefni eru í gangi í skólunum og margir kennarar að vinna göfugt og gott starf sem vert er að veita athygli. Meira frá SuðurnesjumDagur um málefni fjölskyldunnar í Fjölskyldusetrinu 12. marsPólsk menningarhátíð hafin í ReykjanesbæÓska eftir tilnefningum um Bæjarlistamann GrindavíkurAllt sem var í búrskápnum til sýnis á LjósanóttCourtyard hlýtur eftirsótt verðlaun annað árið í röðBæjarstjóri þakkar fyrir skemmtilega samveru á LjósanóttMikill áhugi á ATP Iceland 2016 – Dagskráin að verða fullmótuðMagnús Scheving með fyrirlestur í tilefni HeilsuvikuStudio 16 Lounge – Notalegt kaffihús í hjarta bæjarinsVoice stjarna heimsótti grunnskólabörn