Nýjast á Local Suðurnes

Sund- og körfuboltafólk strandaglópar í London – Hafa lagt í töluverðan kostnað úr eigin vasa

Mynd: Facebook / Hörður Oddfríðarson

Yfir 50 íþróttamenn- og konur úr körfubolta og sundi, þar af fjölmargir af Suðurnesjum, hafa lent í miklum vandræðum á leið sinni á Smáþjóðaleikana, sem fram fara í San Marínó. Vandræðin stafa af töfum sem hafa orðið á flugi British Airways frá Bretlandi, en flugfélagið hefur þurft að aflýsa fjölda ferða vegna tölvuvandamála.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Harðar, J. Oddfríðarsonar, eins af fararstjórum hópsins, en samkvæmt færslunni hefur hópurinn þurft að gera töluverar breytingar á ferðaskipulagi sínu, auk þess að menn hafa þurft að leggja í töluverðan kostnað úr eigin vasa.

“Það kom í ljós að það var engin lifandi leið að koma hópnum út úr Englandi í dag, lestir, vagnar, flugvélar uppbókaðar. Nú er planið að fara með rútu frá London að ferju yfir Ermarsund og áfram með rútu á Orly og CDG flugvelli í Frakklandi. Vonandi komumst við alla leið á morgun,þó við verðum líklega nokkuð seint á ferðinni.” Sgir meðal annars í færslunni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.